Fara í innihald

Þorkell hái

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorkell hái eða Þorkell hinn hávi var landnámsmaður í Þingeyjarsýslu. Í Landnámabók segir að hann hafi komið ungur til Íslands og gert sér bú að Grænavatni, sem er rétt við Mývatn.

Börn Þorkels segir Landnáma að hafi verið Sigmundur, Arndís (Hallfríður í Víga-Glúms sögu), kona Vigfúsar bróður Víga-Glúms, og Dagur, sem Þorkell gat í elli sinni.

Samkvæmt Víga-Glúms sögu fluttu feðgarnir Þorkell og Sigmundur síðar að Þverá í Eyjafirði, sem Arndís/Hallfríður hafði þá erft hálfa eftir mann sinn en Glúmur bjó á hinum helmingnum. Fjandskapur varð með þeim Glúmi og Sigmundi sem lauk með því að Glúmur vó Sigmund á akrinum Vitaðsgjafa. Kona Sigmundar var Vigdís, dóttir Þóris á Espihóli, Hámundarsonar heljarskinns, og var hún móðursystir Brennu-Flosa.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.
  • „Víga-Glúms saga. Af snerpa.is“.