Fara í innihald

Þorkell Þorkelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorkell Þorkelsson (fæddur á Frostastöðum í Skagafirði 6. nóvember 1876, dáinn 7. maí 1961) var íslenskur eðlisfræðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1898 og cand. phil í forspjallsvísindum 1899. Þá lauk hann einnig cand. mag í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1903. Hann gegndi starfi Veðurstofustjóra frá 1920 til 1946.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Þorkell Þorkelsson vann einnig að rannsóknum á jarðhita og gaf út grein þess efnis um hveri í riti Vísindafélags Íslendinga árið 1940.