Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann (13. apríl 187614. maí 1952) var hannyrðakona, verslunarrekandi og mikill safnari íslenskra menningarverðmæta. Stór hluti af grunneignum Minjasafns Reykjavíkur kom úr einkasafni Þorbjargar.

Þorbjörg Sigurðardóttir fæddist á Seltjarnarnesi, þriðja elst ellefu barna hjónanna í Pálsbæ, en þau voru Sigurður Einarsson frá Bollastöðum og Sigríður Jafetsdóttir. Sigurður var þekktur formaður og sjósóknari. Fjórtán ára gömul, árið 1890, tók Þorbjörg burtfarapróf frá Mýrarhúsaskóla eftir sex ára nám með hæstu mögulegri einkunn. 1894 nam hún klæðskeraiðn hjá Reinholt Andersen, en fór svo í Kvennaskólann og lauk námi með fyrstu ágætiseinkunn, efst 14 bekkjarsystra.

Að Kvennaskólanámi loknu réðst Þorbjörg innistúlka á mannmargt og myndarlegt heimili Ásthildar og Péturs J. Thorsteinsson á Bíldudal. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Sigfúsi Bergmann, og giftust þau aldamótaárið.

Á iðnsýningu 1911 hlaut hún verðlaunaskjal fyrir hannyrðir og á heimilisiðnaðarsýningunnin 1921 tvö heiðursskjöl, annað fyrir veggábreiðu, en hitt fyrir prjónað langsjal.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]