Tobba Marínós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir (f. 1984), einnig þekkt sem Tobba Marínós er íslensk fjölmiðlakona og metsöluhöfundur sem hefur starfað sem blaðamaður á Séð og heyrt og Júlíu ásamt því að vera einn af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Djúpu laugarinnar á Skjá 1 eftir að hann var settur aftur á dagskrá árið 2009. Þorbjörg gaf út bókina Makalaus árið 2010 og í lok ársins einnig bókina Dömusiðir. Makalaus var kvikmynduð fyrir sjónvarp árið eftir og í kjölfarið kom út framhald hennar Lýtalaus. Tobba stjórnaði sjónvarpsþættinum Tobba á skjáEinum 2012 og árið 2014 gaf hún út sjálfsævisögu sína í Chicklit/Uppistandsformi undir nafninu 10 Tilefni til dagdrykkju. Tobba starfaði um tíma sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Skjásins. Tobba starfar nú sem ritstjóri DV.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Forlagið:Tobba Marínós“. Sótt 12. nóvember 2010.
  1. Kolbeinn Tumi. „Tobba Marinós nýr ritstjóri DV - Vísir“. visir.is. Sótt 1. apríl 2020.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.