Þjöppun mynda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjöppun mynda er það að nota gagnaþjöppun á stafrænar myndir. Markmiðið er að minnka endurtekningu í myndagögnunum til að geyma gögnin á sem hagkvæmasta máta.

Þjöppun mynda getur verið þannig að myndin tapar gæðum (e. lossy) eða að hún glati engum gæðum (e. lossless). Þjöppun án gæðataps er oftast notuð fyrir einfaldar myndir eins og tæknilegar teikningar, íkona eða teiknimyndir. Þjöppun með gæðatapi hentar best fyrir ljósmyndir (eða myndir með mörgum mismunandi litum) þar sem smávægilegt (oftast óskynjanlegt) tap á nákvæmni er ásættanlegt til að ná töluverðri minnkun á stærð gagna.

Þjöppun án gæðataps er notuð fyrir BMP-myndir og einnig myndasnið sem nota LZW-algóritman (GIF, TIFF og PNG). Þjöppun með gæðatapi er notuð fyrir JPEG (JPG) myndir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]