Fara í innihald

Þjórsárstofa

Hnit: 64°2.546′N 20°15.07′V / 64.042433°N 20.25117°V / 64.042433; -20.25117
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°2.546′N 20°15.07′V / 64.042433°N 20.25117°V / 64.042433; -20.25117

Þjórsárstofa er í félagsheimilinu Árnesi

Þjórsárstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð, staðsett í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við þjóðveg 32. Þar er meðal annars boðið uppá áhugaverða kvikmyndasýningu um Þjórsá, þar sem ánni er fylgt frá upptökum til ósa, og brugðið upp myndum úr næsta nágrenni hennar, staðháttum og mannlífi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Auk kvikmyndarinnar, er í Þjórsárstofu að finna mikið magn upplýsinga á gagnvirkum skjám, veggspjöldum og í bæklingum um þjónustu, sögu, náttúrufar, dýra- og mannlíf á svæðinu.

Björn G. Björnsson er hönnuður Þjórsárstofu, en Gagarín framleiddi kvikmyndina um Þjórsá. Þjórsárstofa er opin alla daga á sumrin frá kl.10-18, og eftir samkomulagi þess utan. Aðgangur er ókeypis.

Thjorsarstofa.is Geymt 27 október 2020 í Wayback Machine