Fara í innihald

Advance Australia Fair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þjóðsöngur Ástralíu)

Þjóðsöngur Ástralíu heitir Advance Australia Fair, (íslenska: Áfram fagra Ástralía) og hefur verið síðan 1977 þegar það vann kosningar þess efnis (fyrir þann tíma var þjóðsöngur Ástralíu sá sami og Bretlands, God Save the Queen). Lagið og ljóðið voru samin af Peter Dodds McCormick á síðari hluta 19. aldar og fyrst flutt 30. nóvember, 1878 í Sydney. Ljóðinu var breytt nokkuð þegar það var gert að þjóðsöng: Öðru, fjórðu og fimmtu erindunum var sleppt og nokkrum línum í hinum tveimur var breytt til að sýna betur þá ímynd sem Ástralir vildu sýna af sjálfum sér.

Australians all let us rejoice
For we are one and free
We've golden soil and wealth for toil,
Our home is girt by sea:
Our land abounds in nature's gifts
Of beauty rich and rare,
In history's page let every stage
Advance Australia fair,
In joyful strains then let us sing
Advance Australia fair.
 
Beneath our radiant Southern Cross,
We'll toil with hearts and hands,
To make this Commonwealth of ours
Renowned of all the lands,
For those who've come across the seas
We've boundless plains to share,
With courage let us all combine
To advance Australia fair.
In joyful strains then let us sing,
Advance Australia fair.

Waltzing Matilda

[breyta | breyta frumkóða]

Ef til vill er vert að minnast á lagið Waltzing Matilda eftir A.B. „Banjo“ Patterson, sem er í raun frægara og almennt frekar tengt við Ástralíu en Advance Australia Fair. Það lag var einnig í kjöri um þjóðsöng, en lenti í öðru sæti á eftir Advance Australia Fair, enda er það um öllu umdeildara efni (ljóðið segir sögu útilegumanns sem rænir kind og fremur svo sjálfsmorð þegar laganna verðir ná honum).