Fara í innihald

Þjóðráð Lukku-Láka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

Þjóðráð Lukku Láka (franska: La Ballade des Dalton) eftir René Goscinny, Morris (Maurice de Bevere) og Guy Vidal er myndskreitt saga um ævintýri Lukku Láka sem kom út í tengslum við gerð samnefndrar kvikmyndar um Lukku Láka árið 1978. Bókin var gefin út af Fjölva í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen sama ár. Samnefnd teiknimyndasaga birtist síðar í bókinni La Ballade des Dalton et autres histoires sem telst 55. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka og í íslenskri þýðingu í bókinni Á léttum fótum. Spes tilboð árið 1982.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Frændi Daldónanna, Henry Dalton, er hengdur fyrir margvíslega glæpi. Henry hafði auðgast mjög á löngum glæpaferli og arfleiðir Daldónana að öllum auðæfunum með því skilyrði að þeir drepi dómarann og kviðdómendurna átta, sem dæmdu hann til dauða. Í erfðaskránni er einnig sett það skilyrði að Lukku Láki fylgi Daldónunum og sjái til þess að skilyrði erfðaskrárinnar séu uppfyllt. Að öðrum kosti renni auðæfin til góðgerðarmála. Daldónarnir flýja úr fangelsinu og hefjast handa við að hafa uppi á Lukku Láka og væntanlegum fórnarlömbum sínum.

Fróðleiksmolar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Einn af kviðdómendunum átta í kvikmyndinni La Ballade des Dalton, sem bókin er byggð á, er Ming Lí Fú sem kom við sögu í bókinni 20. riddarasveitin. Þá eru aðrir kviðdómendur nauðalíkir persónum úr öðrum Lukku Láka sögum, t.d. Bárði Mullumbull í Leikför um landið, gamla gullgrafaranum í Draugabænum og útfararstjóranum í Karlarígur í Kveinabæli.
  • Textahöfundur bókarinnar, franski blaðamaðurinn Guy Vidal (1939-2002), var einnig höfundur Lukku Láka bókarinnar Makaval í Meyjatúni sem kom út árið 1985. Auk þess kom hann að samningu nokkurra annarra bóka í bókaflokknum í samstarfi með þeim Claude Klotz (Patrick Cauvin) og Jean-Louis Robert undir pennaheitinu Claude Guylouis.