Þingvellir á Þórsnesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þingvellir á Þórsnesi er bær skammt fyrir ofan Stykkishólm í Snæfellsbæ. Þingvellir á Þórsnesi eru fyrir botni lítils vogs er nefnist Þingvallavogur og var þar fjórðungsþingstaður til forna. Þar hafa við fornleifarannsóknir fundist fleiri en 40 búðatóftir, sú lengsta yfir 20 m að lengd. Er getum að því leitt að fjórðungsþingstaður hafi þangað verið fluttur eftir að menn höfðu með heiftarblóði vanhelgað hinn fyrri þingstað. Í Eyrbyggja sögu segir, að þá er hún er rituð sjáist þar dómhringur og að inni í honum sé blótsteinn. Voru þeir menn sem blóta skyldi brotnir um stein þennan, er nefndur var Þórssteinn. Þórssteinn er þar enn svo kallaður, en dómhringur sést þar hvergi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.