Listi yfir þekktar tilraunir
Útlit
(Endurbeint frá Þekktar tilraunir)
Eftirfarandi er listi yfir þekktar tilraunir og aðrar sögufrægar rannsóknir.
Hér á mikið eftir að þýða, svo endilega hjálpaðu til!
Stjörnufræði
[breyta | breyta frumkóða]- Eratosþenes reiknar út ummál jarðar (240 f.Kr.)
- Galileo Galilei skoðar tungl Júpíters gegnum stjörnukíki og sér að þau virðast snúast um plánetuna. Þetta styður sólmiðjukenninguna og gengur gegn jarðmiðjukenningunni um alheiminn (1609)
- Arno Penzias and Robert Wilson detect the cosmic microwave background radiation, giving support to the theory of the Big Bang (1964)
Líffræði
[breyta | breyta frumkóða]- Robert Hooke, með hjálp smásjár, skoðar frumur (1665).
- Anton van Leeuwenhoek uppgötvar örverur (1676).
- Edward Jenner prófar fyrsta bóluefnið (1796).
- Baunaplönturannsóknir Gregor Mendel leiða hann til tilgátna um undirstöðukenningar erfðafræðinnar (ríkjandi gen annars vegar og víkjandi hins vegar, 1-2-1 hlutfallið, sjá Mendelskar erfðir) (1856-1863).
- Louis Pasteur notar svanahálsflöskur til að hindra baktríur og gró þeirra frá því að menga seyði (1859). Tilraunin er af mörgum sögð endanleg afsönnun kenningarinnar um sjálfkviknun lífs og er því framhald rannsókna Francescos Redi, Lazzaros Spallanzani og fleiri um þetta efni.
- Frederick Griffith framkvæmir tilraun sína, þar sem lifandi frumum er breytt með „breytingarþætti“, sem seinni rannsóknir sýna að er í raun kjarnsýra (1928).
- Karl von Frisch ræður fram úr "dansinum" sem hunangsflugur nota til að miðla milli sín upplýsingum um staðsetningu blóma (1940).
- Salvador Luria og Max Delbrück sýna fram á að gagnlegar stökkbreytingar varðveitast með náttúruvali, fremur en að verða til fyrir tilstilli þess (1943).
- Barbara McClintock ræktar maísplöntur eftir lit, sem að leiðir til uppgötvunar á stökklum (1944).
- Hershey-Chase tilraunin notar gerilveirur til að sanna að kjarnsýra sé erfðaefnið (1952).
- Miller-Urey tilraunin sýnir fram á að lífræn efnasambönd geta sjálfkrafa myndast úr ólífrænum efnasamböndum (1953).
- Meselson-Stahl tilraunin sannar að kjarnsýruafritun sé hálfgeymin (1958).
- Crick, Brenner et al. tilraunin gaf innsýn í tjáningu gena (1961)
- Nirenberg og Matthaei tilraunin réði fram úr genakóðanum (1961).
- Nirenberg og Leder tilraunin sýndi fram á þrenningarnátturu genakóðans og gerði kleift að ráða fram úr táknmáli hans (1964).
Efnafræði
[breyta | breyta frumkóða]- Neil Bartlett blandar saman xenoni og flúori og smíðar þar með fyrstu eðallofttegundar-sameindina, xenontetraflúoríð (1962)
Eðlisfræði
[breyta | breyta frumkóða]- Arkímedes tók eftir því að líkami hans léttist í baði þegar hann ruddi frá sér vatninu. Þetta leiddi til fyrstu réttu kenningarinnar um uppdrif í vökvum. (um 250 f.Kr.)
- Erastoþenes reiknaði ummál jarðar með því að finna hornið sem geislar sólar mynda við lóðrétta stefnu á einum stað jarðar á sama tíma og þeir eru lóðréttir á öðrum stað, þekktri vegalengd sunnar. (240 f.Kr.).
- Galileo Galilei notar rúllandi kúlur til þess að afsanna kenningu Aristótelesar um hreyfingu hluta. (1602 - 1607).
- Isaac Newton klauf sólarljósið með glerstrendingi og sýndi með því fram á litróf.
- Ole Rømer notaði tímamælingu á tunglmyrkvum Júpíterstungla borið saman við fjarlægð þeirra frá jörðu til þess að meta hraða ljóssins í fyrsta skipti. Hraðinn sem hann fékk út var 225.000 km/s (rétt gildi er 299.792 km/s) (1672).
- Henry Cavendish gerði tilraun, sem við hann er kennd (1798)
- Thomas Young gerði tilraun með að láta ljós falla í gegnum tvær samsíða rifur með millibili af svipaðri stærðargráðu og bylgjulengd ljóssins (um 1805).
- Hans Christian Ørsted uppgötvaði samband rafmagns og segulmagns með því að gera tilraunir með segulnál í rafsviði. (1820).
- Christian Doppler gerði tilraun með að þeyta lúðra á járnbrautarlest, sem ók hjá, og komst að því að tíðni tónsins þegar lestin nálgaðist var hærri en tíðnin þegar hún fjarlægðist. Þetta kallast Doppler-hrif. (1845).
- Léon Foucault sýndi (1851) fram á möndulsnúning jarðar með pendúl, sem við hann er kenndur.
- Michelson-Morley experiment sýndi fram á veikleika kenningarinnar um ether. (1887)
- Guglielmo Marconi sýndi 1895 að útvarpsbylgjur geta farið milli tveggja punkta þó að hindrun sé á milli.
- Henri Becquerel uppgötvar geislavirkni (1896)
- Joseph John Thomson's uppgötvar rafeindina (1897)
- Robert Millikan sýndi (1909) með dropatilraun sinni að rafhleðsla er skömmtuð.
- Heike Kamerlingh Onnes sýndi fram á ofurleiðni (1911)
- Ernest Rutherford sýndi með gullþynnutilraun sinni (1911) að jáhleðsla atóms og massi þjappast að mestu í miðju frumeindarinnar, m.ö.o. sýnir hann fram á tilvist frumeindarkjarnans.
- Arthur Eddington fer með föruneyti til Principe-eyja til að fylgjast með sólmyrkva. (gravitational lensing). Þannig tekst þeim að sjá hvernig þyngdarafl beygir stöjörnuljós, eins og Albert Einstein's hafði spáð með almennu afstæðiskenningunni (1919)
- Otto Stern og Walter Gerlach framkvæma tilraun, sem við þá er kennd (1920) og sýnir fram á spuna agna.
- Enrico Fermi klýfur atóm (1934)
- John Bardeen og Walter Brittain framleiða fyrsta nothæfa smárann (1947)
- Clyde L. Cowan og Frederick Reines sannreyna tilvist fiseindar með fiseindartilraun (1955)
- Scout-eldflaugartilraunin sannar tímavik þyngdarafls (1976)
- Stanley Pons og Martin Fleischmann tilkynna myndun hita í tilraun sinni með kaldan kjarnasamruna (1989)
- Eric A. Cornell og Carl E. Wieman mynda Bose-Einstein þéttingu (1995)
Sálfræði
[breyta | breyta frumkóða]- Ivan Pavlov rannsakar klassíska skilyrðingu hjá hundum (tíundi áratugur 19. aldar og fyrsti áratugur 20. aldar)
- John Broadus Watson og Rosalie Rayner kanna klassíska skilyrðingu hræðsluviðbragðs hjá Alberti litla (1920)
- B.F. Skinner gerir tilraunir á virkri skilyrðingu (fjórði áratugur 20. aldar-sjöundi áratugur 20. aldar)
- Solomon Asch sýnir hvernig hópþrýstingur getur fengið fólk til að samþykka skoðanir sem augljóslega eru rangar (1951)
- Harry Harlow sýnir með rannsóknum sínum á apaungum að hlýja er mikilvægari en matur fyrir myndun geðtengsla við móður (1957-1974)
- Stanley Milgram gerir Milgramtilraunirnar svokölluðu á hlýðni og undirgefni (1963)
- Philip Zimbardo er í forsvari fyrir hina frægu fangelsisrannsókn Stanford-háskóla (1971)
- Allan og Beatrice Gardner kenna apanum Washoe táknmál (áttundi áratugurinn)
- Martin Seligman rannsakar lært hjálparleysi (áttundi áratugurinn)
- David Rosenhan sýnir að geðlæknar eru ekki í stakk búnir til að greina á milli þeirra sem eru geðveikir og þeirra sem eru það ekki (1972)
- Elizabeth Loftus og John C. Palmer sýna fram á að leiðandi spurningar geta leitt til falskra minninga (1974)