Fara í innihald

Þýska orrustuskipið Tirpitz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tirpitz
Skipstjóri: Ýmsir
Útgerð: Þýski sjóherinn
Þyngd: 42.900 brúttótonn
Lengd: 241.6 m
Breidd: 36 m
Ristidýpt: 9.3 m
Vélar:
Siglingahraði: 30 sjómílur
Tegund: Orrustuskip
Bygging: Kriegsmarinewerft, Wilhelmshaven, Þýskalandi

Þýska orrustuskipið Tirpitz var annað af tveimur orrustuskipum af Bismarck-tegund sem byggð voru fyrir þýska sjóherinn í kringum seinni heimstyrjöldina. Það er stærsta orrustuskip sem byggt hefur verið í Evrópu og systurskip Bismarck.[1] Skipið er nefnt eftir aðmírálnum Alfred von Tirpitz[2] og hófst bygging þess í nóvember 1936.[3] Skipið hljóp af stokkunum árið 1939 og var tekið í notkun árið 1941.[4]

Fljótlega eftir að Tirpitz var tekið í notkun sigldi það til Noregs. Í september 1943 tók það tók þátt í árás Þjóðverja á Spitzbergen og var það í eina skiptið sem skipið notaði byssur sínar í árásarskyni. Þann 12. nóvember 1944 var skipinu sökkt úti fyrir Tromsø í árás breska flughersins.[5] Talið er að á bilinu 950 og 1.204 af áhöfn Tirpitz hafi farist þegar því var sökkt.[6][7][4][8][9][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Garzke & Dulin, bls. 203.
  2. Williamson, bls. 35.
  3. Sieche, bls. 44.
  4. 4,0 4,1 Gröner, bls. 35.
  5. 5,0 5,1 Garzke & Dulin, bls. 273.
  6. Sweetman, bls. 248.
  7. Zetterling & Tamelander, bls. 327.
  8. Breyer, bls. 26.
  9. Williamson, bls. 40.