Fara í innihald

Þýska húsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þýska húsið er spennubók eftir Arnald Indriðasson. Bókin kom út 2015. Hún fjallar um rannsókn á andláti farandsölumanns sem finnst myrtur í lítilli leiguíbúð í Reykjavík á stríðsárunum, skotinn í höfuðið með skammbyssu. Flóvent og Thorson sem kynntir voru í bókinni Skuggasund eru kynntir til leiks á ný. Þeir voru samstarfsmenn í Reykjavík á seinni hluta heimstyrjaldarinnar.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Eftir verulega eftirgrenslan um land alt kemur það upp úr krafsinu að morðinginn tók feil á þeim myrta og leigjenda íbúðarinnar sem var hinn hálf-þýski Lunden sem átti að hafa stundað njósnir fyrir Þýskaland og morðinginn átti að vera amerískur hermaður. Og þótt Thorson væri í herlögreglunni lét Graham í bandaríska hernum hann hlaupa þetta uppi að gamni sínu þótt hann vissi mætavel hver morðinginn var en staðfesti það samt í lokinn. Sá sem helst lá annar fyrir grun var kærasta hins látna og viðhaldið hennar.


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.