Þúsund og einn dagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndskreyting úr útgáfu frá 1892.

Þúsund og einn dagur er sagnasafn með persneskum, tyrkneskum, indverskum og kínverskum sögum, tekið saman af franska austurlandafræðingnum François Pétis de la Croix, að sögn eftir tilsögn frá dervisja að nafni Moclés í Isfahan. Ólíklegt er talið að sagnirnar hafi komið frá honum. Ein helsta fyrirmynd þess er sagnasafn á arabísku, Al-Faraj ba’d al-Shidda, sem var vinsælt á þeim tíma, en sögurnar koma líka úr ýmsum öðrum áttum. Safnið kom út á frönsku í fimm bindum frá 1710 til 1712. Fyrirmyndin var arabíska sagnasafnið Þúsund og ein nótt sem Antoine Galland gaf út á frönsku nokkrum árum fyrr. Líkt og í Þúsund og einni nótt eru sögurnar í Þúsund og einum degi sagðar með rammafrásögn. Bók de la Croix varð mjög vinsæl í Evrópu og var þýdd á fjölda tungumála.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.