Þúsaldarkynslóðin

Þúsaldarkynslóðin, einnig þekkt sem Y-kynslóðin, aldamótakynslóðin[1] eða samkvæmt enska heitinu millennials er kynslóð fólks sem kom á eftir X-kynslóðinni og á undan Z-kynslóðinni. Samkvæmt flestum skilgreiningum á nær hún yfir það fólk sem fætt er á 9. áratug 20. aldar og fyrri hluta þess 10. Algengt er að miða við fæðingarárganga frá 1981 til 1996.[2][3] Foreldrar flestra af þúsaldarkynslóðinni tilheyra eftirstríðskynslóðinni, en fólk af þúsaldarkynslóðinni er sjálft foreldrar barna sem flest tilheyra svonefndri Alfa-kynslóð.
Þessi kynslóð fólks var sú fyrsta til að alast upp með internetinu og hefur því því einnig verið lýst sem fyrstu hnattvæddu kynslóðinni.[4] Eins og kynslóðirnar sem hafa komið í kjölfarið er hún vön að nýta sér internetið, snjalltæki og samfélagsmiðla.
Þessari kynslóð fólks hefur þó einnig verið lýst sem óheppinni þar sem endurteknar efnahagskreppur hafa riðið yfir eftir að hún fór að koma inn á vinnumarkað, t.d. fjármálakreppan 2008 og kreppan vegna heimsfaraldurs Covid-19.[5][6] Á heimsvísu einkennir það kynslóðina að hún gengur síðar og síður í hjónaband en þeir sem eldri eru og eignast færri börn.[7][8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Aldamótakynslóðin átti erfiðara með að komast inn á húsnæðismarkaðinn“. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 14. maí 2024.
- ↑ „Sorry, boomers: millennials and younger are new US majority“. AP News (enska). 3 ágúst 2020.
- ↑ Kaur, Brahmjot (26. september 2023). „Different generations are sharing what they did before they could look stuff up on the internet“. NBC News (enska).
- ↑ David Pendleton, Peter Derbyshire, Chloe Hodgkinson (2021), Work-Life Matters: Crafting a New Balance at Work and at Home (p. 35), Springer Nature, ISBN 9783030777685
- ↑ Kahn, Michael (9 júlí 2020). „Coronavirus 'Class of 2020': Europe's lost generation?“. World News. Reuters. Sótt 18 júlí 2020.
- ↑ Kurtzleben, Danielle (8 júní 2020). „Here We Go Again: Millennials Are Staring At Yet Another Recession“. NPR. Sótt 3 júlí 2020.
- ↑ Gan, Nectar (30 janúar 2021). „Chinese millennials aren't getting married, and the government is worried“. CNN. Sótt 1 febrúar 2021.
- ↑ Kaufmann, Eric (2013). „Chapter 7: Sacralization by Stealth? The Religious Consequences of Low Fertility in Europe“. Í Kaufmann, Eric; Wilcox, W. Bradford (ritstjórar). Whither the Child? Causes and Consequences of Low Fertility. Boulder, Colorado, United States: Paradigm Publishers. bls. 135–56. ISBN 978-1-61205-093-5.