Fara í innihald

Þórslíkneskið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórslíkneskið.

Þórslíkneskið er bronsstytta sem gerð var í kringum árið 1000. Styttan fannst í Eyrarlandi nærri Akureyri árið 1815 eða 1816. Hún var send Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn næsta ár, 1817, af J. Gudmand, kaupmanni á Akureyri. Hún var afhent Íslendingum á ný 1930.

Styttan er af manni sem situr á stól og er með hettu á höfðinu. Hann virðist vera nakinn og heldur báðum höndum um skegg sitt. Einkenni í skeggi mannsins, svonefndur Hringaríkisstíll, tímasetja verkið í upphafi 11. aldar. Því hafa líkur verið leiddar að því að þetta eigi að vera Jesús Kristur á veldisstóli. Þó er líklegra að um Þrumuguðinn Þór sé að ræða og ef til vill Mjölni. Eins gæti styttan hafa verið hnefi í hnefatafli, en þeir hnefar sem fundist hafa erlendis halda flestir um klofið skegg sér með sitthvorri hendinni.

Styttan er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.