Þórhallur Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórhallur Árnason (f. 1. janúar 1891 – , d. 18. júní 1976) fæddist að Narfakoti í Njarðvíkum, Gullbringusýslu. Hann stundaði nám í sellóleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir handleiðslu prófessor Anton Rüdinger og síðar framhaldsnám í Hamborg hjá Emil Leichsenring. Fyrri hluta ævinnar vann hann fyrir sér með sellóleik á ýmsum hótelum og í leikhúsum. Þórhallur starfaði um tíma sem sellóleikari hafskipsins Würtemberg. Hann átti heima í Hamborg á árunum milli 1921-1931 en þá fluttist hann heim og hóf störf hjá RÚV. Þórhallur samdi fáein tónverk sem eru óprentuð en hafa verið flutt í útvarp.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]