Fara í innihald

Þættir úr félagsheimili

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þættir úr félagsheimili voru sex íslenskir sjónvarpsþættir sem sýndir voru í sjónvarpinu haustið 1982. Í raun voru þetta sjónvarpsleikrit eftir sex ólíka höfunda en sögusviðið var félagsheimili í litlu plássi úti á landi. Leikstjórn allra þáttanna var í höndum Hrafns Gunnlaugssonar. Nokkrir leikaranna léku sín hlutverk í öllum þáttunum en aðrir léku aðeins í einum þætti. Meðal leikara voru Flosi Ólafsson, Steindór Hjörleifsson, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson. Þættirnir voru sýndir á laugardagskvöldum.

Þættirnir fengu heldur slæma dóma gagnrýnenda og voru meira að segja nefndir í umræðum á alþingi sem dæmi um slæma dagskrárgerð í Ríkissjónvarpinu. Einkum var það sú mynd sem þeir brugðu upp af landsbyggðarfólki sem fór fyrir brjóstið á áhorfendum.

  1. „Sigvaldi og sænska línan“ - Guðný Halldórsdóttir (sýndur 9. október)
  2. „Opinber heimsókn“ - Jónas Guðmundsson (sýndur 23. október)
  3. „Meðtak lof og prís“ - Agnar Þórðarson (sýndur 6. nóvember)
  4. „Ekkert um að vera“ - Örn Bjarnason (sýndur 20. nóvember)
  5. „Fé og falskar tennur“ - Jón Örn Marinósson (sýndur 4. desember)
  6. „Leitin að hjólinu“ - Þorsteinn Marelsson (sýndur 18. desember)