Ýlfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ýlfur, plötuumslag

Ýlfur er þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og kom hún út þann 23. nóvember 2014. Platan, sem er byggð á kassettu sem kom út í örfáum eintökum árið 1998, inniheldur tíu lög eftir höfund og fimm texta, en fjögur ljóð eru eftir Geirlaug Magnússon og eitt eftir Gyrði Elíasson. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og sá Sigfús Arnar Benediktsson um upptökustjórn líkt og á fyrri plötum (Bláar raddir og Næturgárun). Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.

Þann 19. júní 2020 var platan fáanleg á Spotify.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lög og textar eftir Gísla Þór Ólafsson (nema annað komi fram)

 • Grasrót
 • Tapaður andi
 • Einnar nætur blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
 • Óttusöngur (ljóð: Gyrðir Elíasson)
 • Fleiri nátta blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
 • Og einn blús til tanja (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
 • Andar í ýlfrun trjánna
 • Síðasti blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
 • Blá blóm
 • Milli drauma

Hljóðfæraleikur[breyta | breyta frumkóða]

 • Gísli Þór Ólafsson
 • Sigfús Arnar Benediktsson

Ljóðin á plötunni[breyta | breyta frumkóða]

Ljóð Geirlaugs Magnússonar eru úr bókinni Þrítíð sem kom út árið 1985. Ljóð Gyrðis Elíassonar er úr bókinni Tvö tungl sem kom út árið 1989.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]