Útsending Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Í þessari grein er fjallað um lönd sem senda keppnina en taka ekki þátt. Sumir myndu kannski ekki kalla þetta efni í grein;en þetta er gert til gamans og er áhugavert. Við skoðum hvert einasta ár fyrir sig og skoðum hvort og hvaða lönd fengu að sjá keppnina ef einhver eru. Ekki öll árin koma þó fyrir. 1956- Keppnin var sýnd í 10 löndum en 7 tóku þátt með 2 lög hvert land. Austurríki,Danmörk og Bretland sáu keppnina en löndin áttu það sameginlegt að þau ætluðu að taka þátt í þessari keppni en voru of sein að skrá sig.

1957 - Svíþjóð sá keppnina í beinni útsendingu

1959 - Lúxemborg sá keppnina í fyrsta og eina skiptið í beinni útsendinu ekki með lag.

1960 - Finnland sá keppnina í beinni og henni var sjónvarpað til 14 landa, að Finnlandi meðtöldu.

1966 - Keppnin var sýnd í 7 löndum sem ekki tóku þátt og nokkur af þeim myndu seinna taka þátt,þar af eitt land sem er "frægt" fyrir þáttöku sína, Marokkó. Keppnin var líka sýnd í Ungverjalandi, Rúmeníu, Póllandi, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi

1968 - 250 milljónir sáu keppnina í þáttökulöndunum auðvitað og nokkrum öðrum löndum sem voru,Búlgaría, Ungverjaland, Pólland, Túnis, Sovétríkin, Tékkóslóvakía og Austur-Þýskaland

1969 - Keppnin var sýnd í mörgum öðrum löndum sem voru ekki með.Þau voru Rúmenía, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Sovétríkin, Brasilía, Túnis, Síle, Marokkó og Púertó Ríkó. Þetta var fyrsta keppnin sem var sýnd í Brasilíu og Chile. Austuríki sá keppnina líka í beinni útsendingu en þau drógu sig úr keppni af pólitískum ástæðum.

1970 - Þetta árið fengum við Íslendingar að fá að sjá keppnina en ekki í beinni útsendingu. Keppnin var sýnd tveimur vikum seinna á Íslandi. Sovétríkin, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Noregur, Austurríki og Portúgal sáu keppnina í beinni og líka Brasilía og Chile sáu keppnina í gegnum gervihnött. Keppnin var líka sýnd ekki í beinni útsendingu í Rúmeníu, Grikklandi, Búlgaríu, Ísrael, Póllandi og Túnis.

1972 Keppnin var sýnd í fyrsta sinn í beinni til Asíu meða áhorfendum í Japan, Hong Kong, Taílandi, Filippseyjum og Taívan. Keppnin var líka sýnd í beinni í Grikklandi og Brasilíu.

1978 Keppnin var sýnd í í fyrsta skipti beint til Dúbæ. Auk þess voru líka áhorfendur í Júgóslavíu, Túnis, Alsír, Jórdaníu, Japan, Sovétríkjunum, Marokkó, Póllandi, Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Meðan að Ísrael söng var útsendingin rofin í Arabaríkjum og í Jórdaníu voru settar myndir af blómum í staðin fyrir sigurlagið(Ísrael vann þetta ár). Í atkvæðagreiðsluni voru svo aftur settar myndir af blómum en daginn eftir var sagt í sjónvarpi og dagblöðum að þetta væri útaf tæknilegum vandamálum og að Belgía hafði unnið en Belgía lendi í raun í öðru sæti.

1983 - Ástralía sá keppnina í beinni í fyrsta sinn með þul Bretlands. Írland sá keppnina líka með sama þul en RTÉ var í verkfalli á þeim tíma. Ísland sá keppnina í beinni útsendingu í fyrsta sinn.