Fara í innihald

Útsögunarsög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsögunarsög.

Útsögunarsög er verkfæri og tegund af handsög sem notuð er til að saga út margskonar form í trésmíði, oft úr krossviði eða furu.

Útsögunarsög samanstendur af þunnu, hertu, gróftenntu stálblaði, sem strekkt er á milli enda c-laga, fjaðrandi járngrindar með áföstu handfangi. Auðvelt er að taka blaðið af grindinni svo hægt sé að byrja sögun úr miðju, t.d. með því að fara með blaðið í gegnum borað gat á viðarbúti. Einnig er hægt að snúa blaðinu í söginni og saga bæði aftur á bak og út á hlið.

Útsögunarsög og laufsög eru svipaðar sagir. Helsti munur þeirra er að laufsög er notuð í flóknari skurði, sérstaklega á þynnri efni þar sem meiri nákvæmni er krafist. Sagarblað útsögunarsagar er yfirleitt sverara og mun grófara en dæmigert laufsagarblað. Auk þess er grind laufsagar dýpri en grind útsögunarsagar.