Útisetur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar er bók um ritdeilu frönsku heimspekinganna Michels Foucaults og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vesturlanda þar sem tekist er á um forsendur vestrænnar skynsemi, tengsl listar og brjálsemi, stöðu geðlækninga og ystu mörk tungumálsins. Ritstjóri bókarinnar er Matthías Viðar Sæmundsson.

Nafn bókarinnar er sótt í Jónsbók en þar er talað um óbótamenn sem líflátnir voru fyrir „fordæðu ok forneskjuskap ok spáfarir allar ok útisetur at vekja tröll upp eðr fremja heiðni“.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.