Útflutningsvörur Íslendinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útflutningsvörur Íslendinga eru þær afurðir sem Íslendingar flytja að jafnaði út og hafa verið mismunandi í aldanna rás og jafnvel frá ári til árs. Fiskveiðar afla núna um fimmtungs útflutningstekna[1] og veita 4% vinnandi manna störf.[2] Þar sem aðrar náttúruauðlindir skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski, áli og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í efnahagslögsögu landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á áli og kísilgúri sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum. á 19 öld helstu útflutningsvörur á íslandi voru fiskur lýsi ull og tólg.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Valdir liðir útflutnings vöru og þjónustu 2013-2023“. Hagstofa Íslands.
  2. „Spurt og svarað“. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Sótt 5.2.2024.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.