Fara í innihald

Úsa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Úsa (enska: Ouse, frb. /z/) er á í Norður-Jórvíkurskíri á Englandi. Áin er framhald árinnar Ure, en samanlögð lengd ánna Ure og Úsu er 208 km, sem er þá sjötta lengsta áin í Bretlandi, og einnig sú lengsta sem liggur öll í einni sýslu. Úsa ein er einungis um 84 km, en heildarlengd árinnar er umdeild.

Deilt er um hvort Úsa hefjist við sameiningu Ure og hinnar miklu minni Ouse Gill Beck við Cuddy Shaw Reach nálægt Linton-on-Ouse, um sex mílur neðan við staðinn þar sem áin Swale rennur saman við Ure. Önnur skoðun er skráð í riti sem birtist í The Yorkshire Post í ritröð frá 1891, sem var skrifuð og teiknuð af Tom Bradley. Lýsing hans og kort – einkum í frásögn hans af ánni Swale – segir Úsu hefjast við sameiningu Swale og Ure. Í frásögn hans kemur fram að Úsa hafi enga sérstaka uppsprettu, heldur hefjist hún frá nefndum ármótum og liggi svo niður í Humru, þar sem hún rennur saman við ána Trent.

Leið Úsu liggur áfram niður frá Linton-on-Ouse í gegnum Jórvík og nærliggjandi bæina Selby og Goole, og sameinast svo Trent við Trent Falls, nálægt þorpinu Faxfleet, og rennur svo í Humru.