Úralfljót

Úralfljót (líka þekkt sem Jajikfljót) er á sem rennur um Rússland og Kasakstan og er hluti af hefðbundum mörkum Evrópu og Asíu.[1] Upptök fljótsins eru í Úralfjöllum og þaðan rennur það út í Kaspíahaf. Fljótið er 2.428 km að lengd og þriðja lengsta fljót Evrópu, á eftir Volgu og Dóná, og 18. lengsta fljót Asíu.
Upptök fljótsins eru við Kruglaya-fjall í Úralfjöllum. Þaðan rennur fljótið í suðurátt, vestan við ána Tobol sem rennur í norðurátt, í gegnum rússnesku iðnaðarborgina Magnitogorsk, fyrir suðurenda Úralfjalla, gegnum Orsk, þaðan sem það rennur í um 300 km til Orenburg þar sem áin Sakmara rennur saman við það. Frá Orenburg rennur fljótið í vestur þar sem það kemur inn í Kasakstan. Svo snýr það aftur í suður við Oral og vindur sig um flata sléttu þar til það nær Kaspíahafi, nokkrum kílómetrum sunnan við Atyrau þar sem það breiðir úr sér og myndar árósa.[2][3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Eremkina, Tatiana V.; Yarushina, Margarita I. (2022). „Chapter 22 - Ural River Basin“. Rivers of Europe (2nd edition). Elsevier. bls. 883–899. doi:10.1016/B978-0-08-102612-0.00022-5.
- ↑ Ural River Delta, Kazakhstan (NASA Earth Observatory)
- ↑ „Ural River | Map, Location, & Length | Britannica“. www.britannica.com (enska). 29 apríl 2024. Sótt 23 júní 2024.