Úlfljótur (landnámsmaður í Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfljótur var landnámsmaður í Skagafirði og nam Langaholt (nú Langholt) fyrir neðan Sæmundarlæk (nú Sæmundará) og líklega allt austur að Héraðsvötnum, þótt þess sé ekki getið sérstaklega. Ekki er vitað hver landnámsjörðin var en Glaumbær og Geldingaholt urðu helstu höfuðbólin í landnáminu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.