Úlfljótslög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfljótslög voru fyrstu lög Íslendinga og voru sett á Alþingi 930 (927—930). Þau kölluðust Úlfljótslög eftir fyrsta lögsögumanninum, Úlfljóti. Hin norsku Gulaþingslög voru fyrirmynd Úlfljótslaga. Lögin líkjast þeim enda hafði Úlfljótur búið þrjú ár í Noregi, auk þess sem flestir landnámsmennirnir komu þaðan. Lögin voru í munnlegri geymd enda ekki tekið að nota ritmál árið 930.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.