Öxarfjarðarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Öxarfjarðarskóli er grunnskóli í Lundi í Öxarfirði sem er á Norðausturlandi. Árið 2021 voru 29 nemendur í skólanum.

Saga skólans[breyta | breyta frumkóða]

Öxarfjarðarskóli varð til haustið 2000 þegar Grunnskólinn í Lundi og Grunnskólinn á Kópaskeri voru sameinaðir. Skólinn starfaði áfram á báðum stöðum til vorsins 2008 þá var deildunum á Kópaskeri og í Lundi skipt upp í sjálfstæða skóla. Haustið 2009 var svo grunnskólastarf við Öxarfjörð sameinað á einn stað, í Lundi undir nafninu Öxarfjarðarskóli, sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Leikskóladeildir skólans voru á Kópaskeri og í Lundi. Árið 2021 eru 29 nemendur í skólanum. Það eru margir nemendur sem eru ættaðir frá öðrum löndum til dæmis Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Spáni, Svíþjóði og Taílandi. Svo eru líka kennarar sem eru frá öðrum löndum eins og Þýskalandi, Svíþjóð og Englandi. Allir kennarar sem eru frá öðrum löndum eiga börn í skólanum.  

Kennsla[breyta | breyta frumkóða]

Kennslan fer fram í 3 deildum sem eru yngri deild, miðdeild og unglingadeild. Það sem er sérstakt við kennslu Öxarfjarðarskóla er að það er kennd 5 tungumál sem eru íslenska, enska, þýska, sænska og danska. Svo er líka ein kennslustund sem krakkar ráða hvað þeir læra um sem heitir Sprotaverkefni þar sem nemendur nota ímyndunaraflið til þess að búa til, t. d. spil, tölvuleiki, teikna, baka og margt fleira. Önnur kennslustund er tæknistofa þar sem miðdeildingar og unglingar eru í sömu kennslustund, þar eru prófuð öpp, raunveruleikagleraugu og margt annað tæknilegt.  

Leikskóladeildir  [breyta | breyta frumkóða]

Leikskólinn á Kópaskeri byrjaði árið 1985 og þar eru 6 krakkar og 2 kennarar. Í upphafi var leikskólinn rekinn af foreldrum barnanna, en árið 1990 tók sveitarfélagið við. Maturinn sem börnin borða í leikskólanum kemur frá Stóru Mörk. Kópaskersleikskólinn kallast Krílakot. Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla eru tvær, í Lundi og á Kópaskeri. Leikskólinn í Lundi var stofnaður árið  1993 og þar eru14 börn og 3 kennarar sem vinna þar alltaf og 5 enn sem leysa af þegar þess þarf. Deildirnar voru sameinaðar þannig að það var bara ein stjórn árið 2003. Nú til dags er leikskólinn hluti af Öxarfjarðarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Í leikskólanum er einn kennari sem er frá Noregi. Í Lundi er leikskólinn í sama húsi og skólinn, það er skógur allt í kringum skólann. Leikskólinn notar sama matsalinn, eldhús, íþróttasalinn og skólinn notar.  

Árshátíð[breyta | breyta frumkóða]

Árshátíðin er haldin á vorin í mars eða apríl. Á árshátíðinni eru haldin leikrit og sungið og spilað á hljóðfæri. Árshátíðirnar eru oftast haldnar í Skúlagarði en árið 2021 var hún haldin á Raufarhöfn. Allar deildir leika í leikritunum, fyrst yngri deild, svo miðdeild, svo er borðað, drukkið og skemmt sér, á eftir því kemur unglingadeild. Áhorfendur eru foreldrar, ættingjar og vinir. Sviðið hefur alltaf leikmuni og bakgrunni og leikritin eru oftast einhver ævintýri.