Örtölva (tölva)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Commodore 64 frá 1982 var gríðarvinsæl örtölva og ein mest selda heimilistölva allra tíma.

Örtölva er tölva sem er búin örgjörva þ.e.a.s. miðverki sem er allt í einni samrás. Örtölva er líka tölva sem tekur lítið pláss andstætt stórtölvu eða smátölvu. Margar örtölvur eru búnar lyklaborði og skjá og eru þannig líka einkatölvur. Þetta hugtak var algengt á 7. og 8. áratug 20. aldar en er nú nánast horfið þar sem allar tölvur eru nú búnar örgjörva og því ekki lengur þörf á að taka það fram.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.