Ölnureynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ölnureynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Aria
Geiri: Micromeles[1]
Tegund:
S. alnifolia

Tvínefni
Sorbus alnifolia
Samheiti

Pyrus alnifolia (Sieb. & Zucc.) Franch. & Savatier
Micromeles alnifolia (Sieb. & Zucc.) Koehne
Crataegus alnifolia Sieb. & Zucc.
Aria tiliifolia Decne.
Aria alnifolia f. lobulata (Koidz.) Yonek.

Ölnureynir; (Sorbus alnifolia, samheiti: Aria alnifolia), (kínv 水榆花楸 (framb.)shui yu hua qiu = vatns álms reynir), er tegund af reyni upprunnin frá austur Asíu.[2]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Ölnureynir er meðalstórt lauffellandi tré um 10 til 20m hátt með stofn sem verður að 30 sm að þvermáli og gráum berki og grönnum sprotum. Blöðin eru græn að ofan og gisið hvíthærð að neðan, 5 til 10 sm löng og 3 til 6 sm breið, yfirleitt óskift (sjá afbrigðin hér að neðan) breiðust neðst, með tenntum jaðri og hvössum enda. Haustliturinn er bleik rauðgulur til rauður. Blómin eru 10 - 18 mm í bvermál í hálfsveip 4 til 8 sm í þvermál síðla vors. Berið er kringlótt, 8 til 15 mm í þvermál, rautt.[2][3]

Það eru þrjú afbrigði:[2]

  • Sorbus alnifolia var. alnifolia. Blöðin óskift. Allt útbreiðslusvæði tegundarinnar.
  • Sorbus alnifolia var. angulata S.B.Liang. Blöðin lítið eitt sepótt; berið aflangt. Norðaustur Kína, Kórea.
  • Hann hefur stundum verið settur í eigin ættkvísl sem Micromeles alnifolia, en erfðafræðilegar vísbendingar setja hann nálægt Sorbus aria.[3]

    Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

    Ölnureynir vex í Kóreu, Kína ( Gansu , Shandong , Henan , Hebei , Shaanxi , Zhejiang , Jiangxi , Sichuan , Liaoning , Jilin , Hubei , Heilongjiang , Anhui og Ussuri dal), og Japan (Hokkaido, Honshu, Shikoku og Kyushu), í fjallaskógum.

    Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

    Hann er stundum ræktaður sem skrauttré í norður Evrópu, aðallega vegan haustlitar. Ræktunarafbrigðið 'Skyline' hefur verið valið vegna upprétts vaxtarlags.[3]

    Myndir[breyta | breyta frumkóða]

    Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

    1. Rehder, A. 1940, reprinted 1977. Manual of cultivated trees and shrubs hardy in North America exclusive of the subtropical and warmer temperate regions. Macmillan publishing Co., Inc, New York.
    2. 2,0 2,1 2,2 Lu Lingdi and Stephen A. Spongberg. Sorbus alnifolia. Flora of China. Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA. Sótt 30. júní 2012.
    3. 3,0 3,1 3,2 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
    Wikilífverur eru með efni sem tengist
      Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.