Öld hinna stríðandi ríkja
Útlit

Öld hinna stríðandi ríkja (um 475 – 221 f.o.t.) er heiti á síðari hluta valdatíðar Zhou-veldisins (um 1046 – 256 f.o.t.) sem einkenndist af átökum, umbótum í stjórnsýslu og hernaði, og samþjöppun valds. Þetta tímabil kom á eftir vor- og hausttímabilinu og lauk þegar Qin-veldið, fyrsta kínverska keisaraveldið, lagði önnur ríki smám saman undir sig.[1] Þetta tímabil fer að stórum hluta saman við Austur-Zhou. Heitið kemur úr sagnfræðiritinu Zhan Guo Ce sem er talið ritað skömmu eftir að tímabilinu lauk.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Cartwright, Mark (12 júlí 2017). „Warring States Period“. World History Encyclopedia.