Óskháttur
Óskháttur er háttur sagna sem lætur í ljós von, ósk eða þrá en hann var aðallega notaður í forngrísku.[1] Það líkist viðtengingarhættinum.
Íslenska[breyta | breyta frumkóða]
Íslenskan notar aðallega viðtengingarháttinn til að koma á framfæri sömu merkingu og óskhátturinn gerir í öðrum tungumálum:
- Ég vona að þér líði vel. (viðtengingarháttur)
- Gangi þér betur á þessu prófi. (viðtengingarháttur)
En stundum er sérstakur óskháttur fyrir sagnir í íslensku, þá má helst nefna óskháttinn veri af sögninni að vera, en venjulegur viðtengingarháttur sagnarinnar að vera er sé.
- Friður veri með þér Jóna.
- Veri hann hábölvaður.
- Guð veri með þér.
Finnska[breyta | breyta frumkóða]
Óskhátturinn er horfinn úr notkun í finnsku og kemur aðallega fram í skáldskap. Hann er notaður eins og boðhátturinn og gefur til kynna kurteisa beiðni með viðskeytunum -os og -ös