Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun

Lukkudýr ólympíuleika fólks með þroskahömlun í Sjanghæ 2007.
Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun eða Heimsleikar seinfærra og þroskahamlaðra eru alþjóðlegt íþróttamót fólks með þroskahömlun sem er haldið fjórða hvert ár.
Ólympíuleikarnir voru fyrst haldnir 20. júlí í Chicago árið 1968 af samtökunum Special Olympics sem Anne McGlone Burke, íþróttakennari, stofnaði með stuðningi Eunice Kennedy Shriver, systur Bandaríkjaforseta.