Ólympískur þríhyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ólympískur þríhyrningur

Ólympískur þríhyrningur er siglingaleið sem algengt er að nota í siglingakeppnum á kænum, einkum landskeppnum og á Ólympíuleikunum. Ólympískum þríhyrningi er ætlað að gefa siglingafólkinu færi á að sýna getu sína í öllum helstu vindáttum, beitivindi, hliðarvindi, lens o.s.frv. Þannig er fyrst sigldur þríhyrningur, síðan pulsa og loks beinn leggur, alltaf með baujurnar á bakborða. Fyrsti og síðasti leggurinn eru upp í vindinn. Venjulega er þríhyrningurinn jafnhliða.

Kostur við þríhyrningslaga braut er að hægt er að haga hornum þríhyrningsins eftir aðstæðum og búa þannig til fjöldann allan af mismunandi brautum. Að auki eru til ýmis afbrigði af ólympískum þríhyrningi s.s. tvöfaldur (þrefaldur o.s.frv.) þríhyrningur, afbrigði þar sem ráslína og marklína eru sama línan o.s.frv.