Óli H. Þórðarson
-
Óli H. Þórðarson ásamt eiginkonu sinni Þuríði Önnu Steingrímsdóttur
Óli H. Þórðarson, fæddur á Þórshöfn á Langanesi árið 1943[1][2], hefur átt farsælan feril í umferðaröryggismálum á Íslandi. [3] [4][5][6][7][8][9] Árið 1978 var Óli H. skipaður framkvæmdastjóri Umferðarráðs[10] af Ólafi Jóhannessyni þáverandi dómsmálaráðherra og gegndi því starfi til ársins 2006. Árið 2002 var hann einnig skipaður formaður ráðsins og gegndi því hlutverki samhliða framkvæmdastjórastöðunni.[11]
Á starfsferli sínum lagði Óli mikla áherslu á bætta umferðarmenningu og öryggi vegfarenda.[12] Hann var ötull talsmaður fyrir skyldubundinni notkun bílbelta og ökuljósa allan sólarhringinn[13], sem síðar voru lögfest með góðum árangri[14]. Þá var hann virkur í alþjóðlegu samstarfi um umferðaröryggismál og tók þátt í starfi Norræna umferðaröryggisráðsins (NTR) allan sinn starfsferil. Árið 2006 var hann heiðraður af NTR fyrir mikilvægt framlag sitt til umferðaröryggis á Norðurlöndum[15]. 17. apríl 2013 fékk hann heiðursverðlaun samfélagsverðlauna Fréttablaðsins [16]og 17. júní sama ár var Óli H. sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir framlag sitt til öryggismála og umferðarmenningar.[17]
Eftir að Óli hætti störfum hjá Umferðarráði hefur hann unnið að eigin vegum að umfangsmikilli rannsókn á banaslysum í umferðinni[18] frá upphafi bílaaldar á Íslandi, og jafnframt skráningu umferðartengdra atburða í það sem hann kallar drög að Umferðarsögu Íslands.
Áður en Óli hóf að helga umferðarmálum krafta starfa sína starfaði hann m.a hjá Málaranum, Áburðarverksmiðju ríkisins og Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. Hann var einnig ötull dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann var með blandað efni í útvarpi og sjónvarpi. Óli H. stjórnaði meðal annars þáttunum Stiklur, Í vikulokin og á grænu ljósi, til að nefna einhverja [19][20][21][22][23][24][25][26][27] Hann setti einnig á laggirnar Útvarp Umferðarráðs [28][29]
Í grein Valgarðs Briem 5. mars 2007 ritar hann „útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið”.[30]
Hann var afar virkur í félagsmálum[31][32][33][34] [35]Óli H. var formaður Ungmennafélags Reykdæla þegar hann var átján ára, formaður skólafélagsins í Bifröst, Nemendasambands Samvinnuskólans og Félags dagskrárgerðarmanna við útvarp og sjónvarp, fyrsti formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana[36] og sat í stjórn 1987-2007. Eftir að hann lét af störfum sökum aldurs setti hann á laggirnar Félagsskap fyrrverandi forstöðumanna.
Þá hefur hann einnig verið ötull við að semja tónlist. Í nóvember 2024 kom út platan „Til þín ástin mín”[37] [38]sem hann tileinkar eiginkonu sinni Þuríði Önnu Steingrímsdóttur, er lést þann 30. nóvember 2024.
Geisladiskur með lögum eftir Óla H. Þórðarson
[breyta | breyta frumkóða]Nr. | Titill | Lagatexti | Söngvari | Lengd |
---|---|---|---|---|
1. | „Þú komst um kvöld [39]“ | Ólafur Gaukur Þórhallsson (1930-2011) | Svanhildur Jakobsdóttir | 2:42 |
2. | „Þórshöfn minninganna[40]“ | Páll Jónasson í Hlíð (f.1947) | Ellert Borgar Þorvaldsson | |
3. | „Borgarfjarðarminning[41]“ | Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli (f. 1939) | Stefán Helgi Stefánsson Íslandi og Davíð Ólafsson | |
4. | „Reykholt Snorra[42]“ | Pétur Bjarnason (f.1941) | Tinna Árnadóttir og Einar Clausen | |
5. | „Nýársball í Logalandi[43]“ | Unnur Halldórsdóttir (f.1953) | Guðmundur Ingi Þorvaldsson. | 2:38 |
6. | „Ástin kviknar“ | Sólveig Björnsdóttir (f.1958) | Vala Eiríks [Valdís Eiríksdóttir] | |
7. | „Bænavers“ | Sigurður Jónsson á Presthólum (1590-1661)
Hallgrímur Pétursson sálmaskáld (1614-1674) Hjálmar Jónsson fv. dómkirkjuprestur (f.1950) | Kristján Jóhannsson, óperusöngvari | |
8. | „Djass fyrir Þurý[44]“ | 2:14 | ||
9. | „Gjöfin[45]“ | Úlfur Ragnarsson (1923-2008) | Stefanía Valgeirsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason | |
10. | „Haust[46]“ | Valgarð Briem (1925-2019) | Daníel Arason, Sigurgrímur Árni Ingimarsson, Bjarni Atlason, Valdimar Hilmarsson, Stefán Helgi Stefánsson (Íslandi), Davíð Ólafsson | |
11. | „Kertaljós á aðventu[47]“ | Bjartmar H. Hannesson (f. 1950) | Einar Ágúst [Víðisson] | |
12. | „Lífið það er lítils virði án þín[48]“ | Ellert Borgar Þorvaldsson (f.1945) | Stefán Helgi Stefánsson Íslandi og Davíð Ólafsson | |
13. | „Sumarsólstöður[49]“ | Sólveig Björnsdóttir (f.1958) | Tinna Árnadóttir og Þorbjörn Rúnarsson | |
14. | „Til þín ástin mín[50]“ | Viktor A. Guðlaugsson (f.1943) | Stefán Helgi Stefánsson Íslandi | |
15. | „Uppblástur[51]“ | Sigurður Jónsson frá Brún (1898-1968) | Arnar Freyr Gunnarsson | 2:26 |
16. | „Vinsamleg tilmæli[52]“ | Bjarni Sigurðsson Lyngholt (1871-1942) | Friðjón Jóhannsson |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Morgunblaðið - 29. tölublað (05.02.2013) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 1. tölublað (01.06.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Fréttablaðið - 177. tölublað (02.08.2003) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 153. tölublað (09.07.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Fréttablaðið - 94. tölublað (04.04.2004) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - 69. tölublað (23.03.1998) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 167. tölublað og Íþróttablað (04.08.1982) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Reykjanes - 9. tölublað (23.02.1987) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 291. tölublað (20.12.1997) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 96. tölublað (11.05.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Óli H. Þórðarson hættir störfum - Vísir“. visir.is. 3 maí 2007. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - 261. tölublað (14.11.1995) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Fréttablaðið - 92. tölublað (20.04.2013) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 206. tölublað (01.08.2003) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ bifreiðaeigenda, Félag íslenskra. „Óli H. Þórðarson heiðraður í Kaupmannahöfn“. Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Fálkaorðan 2013“. olafur.forseti.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 24. tölublað (29.01.2015) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - Hvað verður á seyði um helgina? (22.03.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Hlynur - 4. tölublað (15.08.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 28. tölublað (02.02.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 163. tölublað (25.07.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Vikan - 3. Tölublað (15.01.1981) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 288. tölublað (23.12.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Þjóðviljinn - 22. tölublað (27.01.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - Hvað er á seyði um helgina? (07.11.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið - 126. tölublað (07.06.1979) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagur - 29. tölublað (11.02.1994) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - Helgin (28.06.1996) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Óli H. Þórðarson hættir störfum - Vísir“. visir.is. 3 maí 2007. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Hlynur - 6. tölublað (15.12.1977) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 1. tölublað (01.06.1986) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 29. tölublað (05.02.2013) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Hermes - 3. tölublað (01.12.1967) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Hermes - 1. tölublað (01.05.1968) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Alþýðublaðið - 2. Tölublað (06.01.1987) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „til þín ástin mín plata“. www.youtube.com. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ „Óli H. Þórðarson“. Spotify. Sótt 19 febrúar 2025.
- ↑ Svanhildur Jakobsdóttir - Topic (28 nóvember 2024), Þú komst um kvöld, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Þórshöfn minninganna, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Borgarfjarðarminning, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Reykholt Snorra, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Guðmundur Ingi Þorvaldsson - Topic (28 nóvember 2024), Nýársball í Logalandi, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Vilhjálmur Guðjónsson - Topic (28 nóvember 2024), Djass fyrir Þurý, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Gjöfin, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Haust, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Kertaljós á aðventu, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Lífið það er lítils virði án þín, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Sumarsólstöður, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Til þín ástin mín, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Arnar Freyr Gunnarsson - Topic (28 nóvember 2024), Uppblástur, sótt 19 febrúar 2025
- ↑ Release - Topic (28 nóvember 2024), Vinsamleg tilmæli, sótt 19 febrúar 2025