Fara í innihald

Ólafur Olavius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Olavius (Ólafur Ólafsson; 174110. september 1788) var rithöfundur, útgefandi og fræðimaður. Hann var lengstum búsettur í Danmörku.

Ólafur fæddist á Eyri í Seyðisfirði í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann var Ólafsson en latíníseraði nafn sitt að lærðra manna sið þeirra tíma. Olavius brautskráðist úr Skálholtsskóla og réðst til læknanáms hjá Bjarna Pálssyni, landlækni 1762. Hann hóf háskólanám í Kaupmannahöfn 1765 og brautskráðist með bakkalárpróf í heimspeki árið 1768.

Ólafur skrifaði einkum rit og bæklinga á sviði athafnalífs til þess að hvetja Íslendinga til aukins framtaks. Merkasta rit hans er Oeconomisk Reise igiennem de nordvestlige, nordlige, og nordostlige Kanter af Island (1780), þar sem atvinnuháttum Íslendinga á seinni hluta 18. aldar var lýst. Ólafur var meðal stofnenda Lærdómslistafélagsins. Hann stofnaði prentsmiðjuna í Hrappsey á Breiðafirði sem var fyrsta prentsmiðja á landinu sem lagði áherslu á útgáfu á veraldlegum bókmenntum.

Ingibjörg, systir Olaviusar, var amma Jóns Sigurðssonar forseta.

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.