Fara í innihald

Óháði lýðræðisflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óháði lýðræðisflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var fyrir Alþingiskosningarnar 1967 en hlaut lítið brautargengi og lognaðist jafnskjótt út af.

Áki Jakobsson var Alþingismaður Siglfirðinga fyrir Sósíalista frá 1942 til 1953 og fyrir Alþýðuflokkinn frá 1956 til 1959. Hafði hann meðal annars gegnt embætti ráðherra í Nýsköpunarstjórninni.

Fyrir Alþingiskosningarnar 1967 stofnaði Áki nýjan flokk, Óháða lýðræðisflokkinn, sem lagði áherslu á endurskoðun stjórnarskrárinnar, leiðrétta kjördæmaskipun, sparnað í rekstri ríkisins, minna flokksræði og samstarf við vestrænar þjóðir.

Flokkurinn bauð fram í tveimur kjördæmum. Áki skipaði efsta sætið í Reykjavík þar sem flokkurinn uppskar rétt um 1% atkvæða. Aðeins betur gekk í Reykjaneskjördæmi þar sem Ólafur V. Thordersen forstjóri úr Njarðvík fékk um 4,2%.

Tilvísanir og heimildir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.