Óháði lýðræðisflokkurinn
Óháði lýðræðisflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var fyrir Alþingiskosningarnar 1967 en hlaut lítið brautargengi og lognaðist jafnskjótt út af.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Áki Jakobsson var Alþingismaður Siglfirðinga fyrir Sósíalista frá 1942 til 1953 og fyrir Alþýðuflokkinn frá 1956 til 1959. Hafði hann meðal annars gegnt embætti ráðherra í Nýsköpunarstjórninni.
Fyrir Alþingiskosningarnar 1967 stofnaði Áki nýjan flokk, Óháða lýðræðisflokkinn, sem lagði áherslu á endurskoðun stjórnarskrárinnar, leiðrétta kjördæmaskipun, sparnað í rekstri ríkisins, minna flokksræði og samstarf við vestrænar þjóðir.
Flokkurinn bauð fram í tveimur kjördæmum. Áki skipaði efsta sætið í Reykjavík þar sem flokkurinn uppskar rétt um 1% atkvæða. Aðeins betur gekk í Reykjaneskjördæmi þar sem Ólafur V. Thordersen forstjóri úr Njarðvík fékk um 4,2%.
Tilvísanir og heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.