Ódæmigerð kyneinkenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ódæmigerð kyneinkenni eða intersex er þegar fólk fæðist með breytileika í kyneinkennum eins og kynlitningum, kynkirtlum, kynhormónum og kynfærum sem passar ekki vel inn í almennar skilgreiningar karls og konu. Kynfæri geta verið óræð og arfgerð önnur en XY (kynlitningar í karli) og XX (kynlitningar í konu).

Fólk með ódæmigerð kyneinkenni hefur mátt þola félagslega útskúfun og afneitun í sinni fjölskyldu og nærsamfélagi. Það hefur verið látið gangast undir geldingu, aðgerðir á kynfærum og hormónameðferð til að aðlagast samfélagslegum viðmiðum um kyn.

Sumt fólk með ódæmigerð kyneinkenni hefur verið alið upp sem karl eða kona en hafa samsamað sig öðru kyni en það var látið aðlagast.

Réttindamál[breyta | breyta frumkóða]

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2019 gaf Amnesty International út skýrslu þar sem heilbrigðiskerfið var gagnrýnt fyrir ófullnægandi þjónustu við fólk með ódæmigerð kyneinkenni.[1] Intersex Ísland eru samtök sem hafa með réttindabaráttu fólks með ódæmigerð kyneinkenni.

Evrópa[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2015 gerði Malta það ólöglegt að láta fólk gangast undir aðgerðir á kynfærum án samþykkis viðkomandi.

Tíðni[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er talið að um 6.000 manns séu með ódæmigerð kyneinkenni. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu algeng ódæmigerð kyneinkenni eru, en um 1 af hverjum 1500 börnum fæðast með ódæmigerð kynfæri.[2] Þegar talin eru með kyneinkenni sem koma ekki fram fyrr en seinna á ævinni er mögulegt að algengi sé um 1 af hverjum 60 einstaklingum.[1][3]

Í eftirfarandi töflu má sjá lista yfir helstu ástæður ódæmigerðra kyneinkenna og tölur yfir tíðni. Dæmigerður karl hefur einn X-litning og einn Y-litning, kona hefur tvo X-litninga. Mannsfrumur hafa vanalega 46 litninga.

Arfgerð Tíðni
Klinefelter-heilkenni (47,XXY) – Aukalegur X-litningur einn af hverjum 1.000 (0,10%)
Turner-heilkenni (45,X) – Vantar annan kynlitninginn einn af hverjum 2.710 (0,04%)[4]
Heilkenni karlhormónaónæmis (46,XY) einn af hverjum 13.000 (0,008%)
Heilkenni karlhormónaónæmis að hluta til (46,XY) einn af hverjum 130.000 (0,0008%)
Meðfæddur ofvöxtur nýrnahetta (46,XY eða 46,XX) einn af hverjum 13.000 (0,008%)
Ofvöxtur nýrnahetta sem kemur fram seinna á ævinni (46,XY eða 46,XX) einn af hverjum 50–1.000 (2–0,1%)[5]
Lokun legganga (46,XX) einn af hverjum 6.000 (0,017%)
Kynkirtill sem minnir bæði á eistu og eggjastokka (45,X/46,XY tiglun) einn af hverjum 83.000 (0,0012%)
Orsök óþekkt (46,XY eða 46,XX) einn af hverjum 110.000 (0,0009%)
Verður til vegna læknismeðferðar (46,XY eða 46,XX) – Getur t.d. gerst ef þunguð kona fær prógestín Ekki vitað
Skortur á 5-alfa-redúktasa (46,XY)
Blönduð rangmyndun kynkirtla (45,X/46,XY tiglun)
Óskapaðir eggjaleiðarar (46,XX) – Leiðir til þess að leg myndast ekki einn af hverjum 4.500–5.000 (0,022–0,020%)
Rangmyndun kynkirtla (46,XY eða 46,XX eða 45,X/46,XY tiglun) einn af hverjum 150.000 (0,00067%)


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Um 600 Íslendingar með ódæmigerð kyneinkenni. Rúv, skoðað 19. febrúar.
  2. „How common is intersex? | Intersex Society of North America“. Isna.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2009. Sótt 21. ágúst 2009.
  3. Blackless, Melanie; Charuvastra, Anthony; Derryck, Amanda; Fausto-Sterling, Anne; Lauzanne, Karl; Lee, Ellen (mars 2000). „How sexually dimorphic are we? Review and synthesis“. American Journal of Human Biology. 12 (2): 151–166. doi:10.1002/(SICI)1520-6300(200003/04)12:2<151::AID-AJHB1>3.0.CO;2-F. ISSN 1520-6300. PMID 11534012.
  4. Per Fausto-Sterling. Donaldson et al. (2006) estimate one in 2,000 births and Marino (2013) estimates 1 in 5,000; see Turner syndrome.
  5. Speiser, Phyllis W.; Azziz, Ricardo; Baskin, Laurence S.; Ghizzoni, Lucia; Hensle, Terry W.; Merke, Deborah P.; Meyer-Bahlburg, Heino F. L.; Miller, Walter L.; Montori, Victor M.; Oberfield, Sharon E.; Ritzen, Martin; White, Perrin C. (2010). „Congenital Adrenal Hyperplasia Due to Steroid 21-Hydroxylase Deficiency: An Endocrine Society Clinical Practice Guideline“. Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism. 95 (9): 4133–4160. doi:10.1210/jc.2009-2631. PMC 2936060. PMID 20823466. „Nonclassic forms of CAH are more prevalent, occurring in approximately 0.1–0.2% in the general Caucasian population but in up to 1–2% among inbred populations, such as Eastern European (Ashkenazi) Jews“

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Intersex“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. feb. 2019.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.