Óbreyttur borgari
Útlit
Óbreyttur borgari er einstaklingur sem er ekki hluti af hernum. Samkvæmt alþjóðalögum og þjóðréttarsamningum, svo sem fjórða Genfarsáttmálanum, njóta óbreyttir borgarar ákveðinna forréttinda eftir því hvort um borgarastríð eða milliríkjastríð er að ræða. Árás á óbreytta borgara í stríðum eða friðartíma er almennt talað stríðsglæpur.