Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn
Útlit
Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn | |
---|---|
45-2006 | |
Flytjandi | Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn |
Gefin út | 1960 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Óðinn Valdimarsson og K.K. sextettinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Óðinn Valdimarsson, K.K. sextettinn og söngkvartett tvö lög. Flytjendur eru auk Óðins, Elly Vilhjálms, söngur, Jón Páll Bjarnason, gítar, söngur, Jón Sigurðsson, kontrabassi, söngur, Þórarinn Ólafsson, píanó, söngur, Árni Scheving, víbrafónn, Guðmundur Steingrímsson, trommur og hljómsveitarstjórinn Kristján Kristjánsson, slagverk og söngur. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.