Óðinn Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óðinn Jónsson (fæddur 5. ágúst 1958 á Akureyri) var fréttastjóri RÚV. Hann er með BA-próf í sagfræði og íslensku við Háskóla Íslands. Hann lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.

Hann hóf störf við dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu-hljóðvarpi árið 1982 og sinnti henni með námi í sagnfræði og starfi í auglýsingagerð frá 1983 til 1986. Hann varð fastráðinn fréttamaður á Fréttastofu útvarps í ársbyrjun 1987, en vann að auki á Fréttastofu sjónvarps hluta ársins 1988 og aftur árið 2000.

Frá 1994 til 1996 gegndi hann starfi fréttamanns Ríkisútvarpsins, sjónvarps og útvarps, á Norðurlöndum utan Íslands, með aðsetur í Kaupmannahöfn. Við heimkomuna 1996 tók Óðinn við starfi þingfréttamanns útvarps og gegndi því til ársins 2002. Hann varð einn varafréttastjóra á Fréttastofu útvarps árið 2001, sinnti vaktstjórn og stýrði Morgunvaktinni frá 2003 til 2005.

3. apríl 2005 varð hann fréttastjóri á Fréttastofu útvarps frá og um leið yfirmaður ruv.is. Í starfi fréttastjóra RÚV felst stjórn almennra frétta í sjónvarpi, útvarpi og á ruv.is, fréttaþátta á borð við Landann, Morgunútvarpið og Síðdegisútvarpið á Rás 2, Spegilinn og Vikulokin, auk yfirstjórnar íþróttaumfjöllunar. Hann hefur verið fréttastjóri RÚV frá sameiningu fréttastofu sjónvarps og útvarps 16. september 2008.