Fara í innihald

Varðskipið Óðinn (1960)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Óðinn III)
Óðinn
Skipstjóri:
Útgerð: LHG
Þyngd: 910 brúttótonn
Lengd: 63,68 m
Breidd: 10 m
Ristidýpt: 5.5 m
Vélar: B&W V.B.F 62 x 2

2096 kW

Siglingahraði: 18 mílur sjómílur
Tegund: Varðskip
Bygging: 1960

Varðskipið Óðinn er fyrrum varðskip sem þjónaði Landhelgisgæslu Íslands frá 1960 til 2006. Það var þriðja skip landshelgisgæslunar til að bera nafnið. Skipið er í dag safnskip og staðsett í Reykjavíkurhöfn.[1]

Skipið var sjósett árið 1959 og tekið í notkun af Landhelgisgæslunni í janúar 1960.[2] Sem varðskip þjónaði það í öllum þremur Þorskastríðunum á milli Íslands og Bretlands. Skipið reyndist einnig vel sem björgunarskip en það dró í kringum 200 skip til lands eða í landvar í kjölfar bilana, eldsvoða eða veiðarfæra í skrúfu. Einnig dró Óðinn fjórtán sinnum skip úr strandi. Þrisvar sinnum bjargaði það áhöfnum strandaðra skipa, meðal annars af Notts County, og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa.[3]

Árið 2008 var skipið gefið Hollvinasamtökum Óðins og fært á Sjóminjasafn Reykjavíkur. Árið 2014 hófst vinna við að koma skipinu í sjófært ástand og árið 2020 sigldi skipuð úr Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn í meira en áratug. Árið 2022 fékk skipið aftur haffærisskírteini.[4]

Þann 11. júní 2022, sigldi skipið með Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og Suzuki Ryotaro, sendiherra Japans á Íslandi, til Grindavíkur í tilefni Sjómannadagsins.[5]

Á hvíta tjaldinu

[breyta | breyta frumkóða]

Óðinn, ásamt Týr, var notaður sem sviðsmynd í kvikmyndinni Flags of Our Fathers, sem leikstýrt var af Clint Eastwood, þegar hún var tekin upp á Íslandi sumarið 2005.[6]

  1. Hallur Már Hallsson (11. maí 2020). „Óðinn sigldi á ný“. Morgunblaðið. Sótt 18. janúar 2022.
  2. Páll Jónsson (9 janúar 1960). „Óðinn í reynslu alla næstu viku“. Morgunblaðið. bls. 2. Sótt 26 apríl 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. „Safnskipið Óðinn“. Borgarblöð. 8 janúar 2018. Sótt 26 apríl 2025.
  4. Guðjón Guðmundsson (9 júní 2022). „Siglt til Grindavíkur á hátíð sjómanna“. Fiskifréttir. Viðskiptablaðið. Sótt 12 júní 2022.
  5. Urður Örlygsdóttir (12 júní 2022). „Forsetinn sjóveikur í hátíðarsiglingu Óðins“. RÚV. Sótt 12 júní 2022.
  6. „Ættu frekar að vera við eftirlit“. Morgunblaðið. 16. ágúst 2005. Sótt 18. janúar 2022.