Íslensk skildingafrímerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skildingafrímerki voru íslensk frímerki sem voru notuð á árunum 1873-1875. Árið 1876 tóku aurafrímerki við hlutverki skildingafrímerkjanna.

Gefin voru út 5 verðgildi frímerkja. 2, 3, 4, 8 og 16 skildingar.

Hér eru sýnd 2 eintök af 4 skildinga frímerkinu og 16 skildinga frímerkinu. Munurinn liggur í takkafjölda frímerkjanna. 4 skildinga frímerkið hægra megin er miklu sjaldgæfara en það sem er vinstra megin. 16 skildinga frímerkið vinstra megin er miklu sjaldgæfara en það sem er hægra megin.

Einnig voru gefin út svokölluð þjónustufrímerki. Þau voru eingöngu til nota hjá opinberum aðilum, ekki almenningi.

Hér eru sýnd 2 eintök af 4 skildinga frímerkinu . Munurinn liggur í takkafjölda frímerkjanna. 4 skildinga frímerkið vinstra megin er sjaldgæfasta íslenska skildingafrímerkið, en gott eintak af því gæti selst fyrir margföld mánaðarlaun verkamanns.