Íslendingar í Spánarstríðinu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á vegum íslenska kommúnistaflokksins fóru þrír Íslendingar til Spánar til að taka þátt í borgarastyrjöldinni þar; Hallgrímur Hallgrímsson, Aðalsteinn Þorsteinsson og Björn Guðmundsson. Höfðu þeir allir þrír verið í „Varnarliði verkalýðsins“ innan kommúnistaflokksins sem stundaði bardagaæfingar og átti að beita þegar byltingin gengi um garð. Björn Guðmundsson, frændi Einars Más rithöfundar, var sá eini til að særast en það gerist í loftárás á skálann sem hann gisti í.[heimild vantar]

Vernharður Eggertson sagðist hafa farið til Spánar og tekið einhvern þátt í átökunum og skrifaði bók um það (Íslenskur ævintýramaður í styrjöldinni á Spáni, 1938) undir dulnefninu Dagur Austan en sú bók er almennt ekki talin áreiðanleg.[heimild vantar]

Hallgrímur Hallgrímsson skrifaði einnig bók um reynslu sína úr borgarastyrjöldinni. Bókin kom út í takmörkuðu upplagi í útgáfu Björns Bjarnarsonar með titlinum Undir fána lýðveldisins árið 1941 og var endurútgefin árið 2019. Hallgrímur skrifaði formála bókarinnar á meðan hann sat í fangelsi á Litla-Hrauni vegna Dreifibréfsmálsins.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hallgrímur Hallgrímsson (2019). Undir fána lýðveldisins. Una útgáfuhús. bls. 9. ISBN 978-9935-24-504-5.