Fara í innihald

Íranski byltingarvörðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íranski byltingarvörðurinn
Sepāh-e Pāsdārān-e Enqelāb-e Eslāmī
سپاه پاسداران انقلاب اسلامی
Innsigli Íranska byltingarvarðarins
Einkennisorðوَأَعِدُّوا لَهُمْ مَا اسْتَطَعْتُمْ مِنْ قُوَّةٍ (Kóran 8:60)
„Kveðjið saman gegn þeim þær hersveitir og riddaralið, sem þér hafið yfir að ráða.“
Stofnun5. maí 1979; fyrir 45 árum (1979-05-05)
HöfuðstöðvarTeheran
StaðsetningÍran
ForstöðumaðurHossein Salami majór-hershöfðingi
Starfsfólk≈125.000 (2024)[1][2]
Vefsíðasepahnews.ir

Íranski byltingarvörðurinn (formlega Varðlið íslömsku byltingarinnar; persneska: سپاه پاسداران انقلاب اسلامى; Sepâh-e Pâsdârân-e Enghelâb-e Eslâmi) eru hernaðarsamtök í Íran sem eru ábyrg gagnvart æðsta leiðtoga Írans, þjóðhöfðingja landsins.

Samkvæmt stjórnarskrá Írans er hlutverk fastahers landsins að vernda landamæri og viðhalda allsherjarreglu í landinu en byltingarvörðurinn hefur hins vegar það hlutverk að vernda stjórnkerfi Íslamska lýðveldisins.[3]

Byltingarvörðurinn er afar virkur á pólitískum vettvangi.[4] Margir telja samtökin í reynd valdameiri en ríkisstjórn Írans[5] og líta á þau sem „ríki í ríkinu“.[5][6]

Byltingarvörðurinn stóð fyrir ofbeldisfullri bælingu á mótmælunum gegn dauða Möhsu Amini árið 2022.[6]

Leiðtogi byltingarvarðarins frá apríl 2019 hefur verið hershöfðinginn Hossein Salami, sem var skipaður af æðstaklerki Írans, Ali Khamenei.[7]

Íranski byltingarvörðurinn var stofnaður þann 22. apríl 1979, þremur vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfesti stofnun Íslamsks lýðveldis í Íran í kjölfar írönsku byltingarinnar.[8]

Margir af æðstu leiðtogum byltingarvarðarins voru myrtir í sjálfsmorðsárás þann 18. október 2009 í Zehedan í Sistan og Balúkistan. Súnní-íslömsku hryðjuverkasamtökin Jundallah lýstu yfir ábyrgð á árásinni.[9][10]

Þann 23. október 2018 skilgreindu Sádi-Arabía og Barein Íranska byltingarvörðinn sem hryðjuverkasamtök.[11]

Bandaríkin bættu Íranska byltingarverðinum á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök þann 8. apríl árið 2019.[12][13]

Þann 19. janúar 2023 bað Evrópuþingið ráðherraráð Evrópusambandsins að bæta Íranska byltingarverðinum ásamt undirdeildum hans, Quds-sveitunum og Basij-sveitunum, á lista yfir hryðjuverkasamtök.[14][15] Ráðherraráðið fór ekki að beiðni þingsins en samþykkti þó refsiaðgerðir gegn 18 manns og 19 lögaðilum.[16]

Kanada bætti byltingarverðinum á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök þann 19. júní 2024.[17]

Landgönguliðar Íranska byltingarvarðarins á heræfingu árið 2015.

Íranski byltingarvörðurinn starfar sjálfstætt og er óháður íranska hernum. Hann er afar vel útbúinn og hefur eigið landgöngulið, lofther og fótgönguher á sínu snærum. Byltingarvörðurinn ber jafnframt ábyrgð á eigin skotflaugum sem fastaherinn fær ekki aðgang að. Höfuðstöðvar byltingarvarðarins eru í Doshan Tappeh-flugherstöðinni, sem hýsir einnig yfirstjórn íranska flughersins.

Tilraunir hafa verið gerðar til að setja fastaherinn og byltingarvörðinn undir sameiginlega yfirstjórn en þær hafa náð takmörkuðum árangri.

Byltingarvörðurinn var stofnaður með stjórnartilskipun þann 5. maí 1979 sem herlið sem átti eingöngu að vera ábyrgt gagnvart æðsta leiðtoga Írans, Ruhollah Khomeini. Byltingarvörðurinn varð fullvopnaður her á tíma stríðs Íraks og Írans, þar sem fjöldi óreyndra unglinga úr Basij-sveitum hans var sendur á víglínurnar. Mannfall byltingarvarðarins í stríðinu varð tvölfalt á við mannfall fastahersins.

Árið 2000 var talið að byltingarvörðurinn teldi til sín um 13.000 menn í tuttugu deildum, þar á meðal fallhlífaliða, sérsveitarliða og landgönguliða.

Fyrrum forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, var meðlimur í byltingarverðinum á tíma stríðsins við Írak.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Iran's Revolutionary Guards: powerful group with wide regional reach“. Reuters. 13 apríl 2024.
  2. The International Institute of Strategic Studies (IISS) (2020). „Middle East and North Africa“. The Military Balance 2020. 120. bindi. Routledge. bls. 348–352. doi:10.1080/04597222.2020.1707968. ISBN 978-0-367-46639-8. S2CID 219624897.
  3. „Profile: Iran's Revolutionary Guards“. news.bbc.co.uk (enska). 18 október 2009. Sótt 15 febrúar 2019.
  4. Madjid Zerrouky et Ghazal Golshiri (27 október 2022). „« En Iran, le pouvoir des gardiens de la révolution transforme progressivement le pays en une dictature militaire »“. Le Monde.
  5. 5,0 5,1 „En Iran, Mohammad Javad Zarif face aux Gardiens de la révolution“. Le Temps. 28 apríl 2021.
  6. 6,0 6,1 Jean-Pierre Perrin (Jean-Pierre Perrin). „Ebrahim Raïssi et les gardiens de la révolution, les deux implacables rouages de la répression iranienne“. Le Monde.
  7. „Iran: le guide suprême nomme un nouveau chef des Gardiens de la Révolution“. Voice of America (franska). 22 apríl 2019. Sótt 31 júlí 2024.
  8. Mehrzad Boroujerdi, Kourosh Rahimkhani (2018). Postrevolutionary Iran: A political Handbook (PDF) (enska). Syracuse University Press. bls. 9. ISBN 978-0-8156-5432-2.
  9. „Plusieurs arrestations en Iran après l'attentat contre les Gardiens de la révolution“. Le Monde (franska). 20 október 2009. Sótt 14 febrúar 2021.
  10. Delphine Minoui (19/10/2009). „Après l'attentat sanglant, l'Iran accuse le Pakistan“. Le Figaro (franska). Sótt 14. febrúar 2021.
  11. „Saudi, Bahrain add Iran's Revolutionary Guards to terrorism lists“. reuters.com (enska). 23-10-2018. Sótt 8. apríl 2019.
  12. „Washington considère les Gardiens de la révolution comme une organisation terroriste“. Radio-Canada.ca (kanadísk franska). 8 apríl 2019. Sótt 8 apríl 2019..
  13. „Iran : les Gardiens de la révolution placés sur la liste des organisations terroristes“. Le Point (franska). 08/04/2019. Sótt 8. apríl 2019.
  14. „Iran: les eurodéputés votent pour l'inscription des Gardiens de la Révolution comme organisation terroriste, mise en garde de Téhéran“. Le Figaro. 19 janúar 2023.
  15. „PROPOSITION DE RÉSOLUTION COMMUNE sur la réaction de l'Union européenne face aux manifestations et aux exécutions en Iran“. Parlement européen. 18 1 2023.
  16. Philippe Jacqué (24 1 2023). „Bruxelles et Londres approuvent de nouvelles sanctions contre le régime iranien“. Le Monde.
  17. Marquis, Mélanie (19 júní 2024). „Les Gardiens de la révolution islamique au registre des entités terroristes“. La Presse (kanadísk franska). Sótt 23 júní 2024.