Í Brugge
Í Brugge (enska: In Bruges) er breskur gamantryllir eftir Martin McDonagh frá 2008. Colin Farrell og Brendan Gleeson leika tvo írska leigumorðingja frá London, sem hafa fengið skipun frá yfirmanni sínum (sem er leikinn af Ralph Fiennes) um að fela sig í belgísku borginni Brugge. Borgin leikur stórt hlutverk í myndinni. Aðrir þekktir leikarar eru meðal annars Clémence Poésy, Jordan Prentice og Ciarán Hinds.
Í myndinni rekast leigumorðingjarnir á tökulið sem er að endurgera myndina Rödd að handan eftir Nicolas Roeg frá 1973. Margar vísanir í þá mynd er að finna í Í Brugge.[1] Söguþráður myndarinnar minnir líka að hluta á leikrit Harold Pinter, Vörulyftuna, frá 1957.[2]
Myndin var opnunarmynd Sundance-kvikmyndahátíðarinnar 2008.[3] Farrell fékk Golden Globe-verðlaunin sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni, og Gleeson var tilnefndur í sama flokki.[4] McDonagh hlaut BAFTA-verðlaun fyrir handritið[5] og var líka tilnefndur til Óskarsverðlauna.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ingenious, intense, incisive, infectious, inspiring, 'In Bruges'“. TwinCities.com. 8 febrúar 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2009. Sótt 2 ágúst 2009.
- ↑ Phillips, Michael (6 janúar 2008). „Movie review: 'In Bruges'“. MetroMix.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 ágúst 2009. Sótt 2 ágúst 2009.
- ↑ „World premiere of Martin MacDonagh's in Bruges to open 2008 Sundance Film Festival“. Sundance.org. 19 nóvember 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. desember 2007. Sótt 18 janúar 2008.
- ↑ „In Bruges“. GoldenGlobes.org. HFPA. Sótt 14. september 2017.
- ↑ „Film – Original Screenplay in 2009“. British Academy of Film and Television Arts. Sótt 14. september 2017.
- ↑ „The 81St Academy Awards – 2009“. Academy of Motion Picture Arts and Sciences. 7 október 2014. Sótt 14. september 2017.