Ég er kominn heim - Óðinn Valdimarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Óðinn
Forsíða Ég er kominn heim - Óðinn Valdimarsson

Bakhlið Ég er kominn heim - Óðinn Valdimarsson
Bakhlið

Gerð 45-2011
Flytjandi Óðinn Valdimarsson, söngkvartett og K.K. sextettinn
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Óðinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Óðinn Valdimarsson, K.K. sextettinn og söngkvartett tvö lög. Bakraddir skipa þau Elly Vilhjálms, Jón Páll Bjarnason, Jón Sigurðsson og Þórarinn Ólafsson. Jón Páll lék á gítar, Jón á kontrabassa, Þórarinn á píanó og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Útsetning: Jón Sigurðsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló. Forsíða: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Prentun umslags: Svíþjóð.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. 14 ára - Lag - texti: Rodgers - Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi 
  2. Ég er kominn heim - Lag - texti: Kalman - Jón Sigurðsson – Hljóðdæmi 

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Hér er komin ný plata með Óðni Valdimarssyni og K. K. sextettnum ásamt söngkvartett. Óðinn er í dag tvímælalaust einn af vinsælustu dægurlagasöngvurum okkar og hljómplötur hans hafa alltaf komist á vinsældarlistann og má nefna lög eins og t.d. Einsi kaldi úr Eyjunum, Útlaginn, Ég vil lifa, elska, njóta, Saga farmannsins, Í kjallaranum o. fl. Á þessari plötu syngur Óðinn tvö lög. Annað er lag sem Jimmie Rodgers gerði frægt fyrir nokkrum árum síðan og heitir Ring-A-Ling-A-Lario, létt lag og skemmtilegt og hinsvegar gamalt Kålman lag í nýrri útgáfu og er ekki vafi á að lagið mun vekja athygli.