Fara í innihald

Æðra forritunarmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Æðri forritunarmál)

Æðra forritunarmál eða hámál er forritunarmál sem í samanburði við lágmál er að jafnaði óhlutbundnara, auðveldara í notkun og auðveldara í flutningi milli verkvanga (mismunandi örgjörva eða stýrikerfa). Dæmi um hámál eru t.d. C++, Java, JavaScript, Julia, Lisp, Python, Prolog, Ada og Delphi.

HTML er ívafsmál en ekki forritunarmál; SQL sem er fyrirspurnarmál, er almennt ekki talið forritunarmál (er þó strangt til tekið í nýrri útgáfum), sem er oft notað af forriturum, venjulega í "bland" með almennu forritunarmáli.

Eftir að forrit hefur verið smíðað í hámáli er það vistþýtt yfir í svokallað vélamál svo það sé keyranlegt á tölvunni.

Hér að neðan er dæmi um lítið forrit sem umreiknar hitastig úr Celsíus yfir í Farenheit, í C++:

   #include <iostream>
   using namespace std;
   
   int main()
   {
      int celsius, farenh;
      cout << "Sláið inn hitastig í celsíusgráðum: ";
      cin >> celsius;
      farenh = 9*celsius/5 + 32;
      cout << "Hiti í Fahrenheit er þá " << farenh << " gráður" << endl;
      return 0;
   }

Langflest, en ekki öll, forritunarmál (Nim er t.d. undantekning), gera greinarmun á stórum og litlum staf, og þó svo að t.d. sé í lagi að nefna breytuna í forritinu hér að ofan Celsíus, er mjög algent að fólk haldi sig við litla stafi, eða noti stóra stafi í ákv. tilgangi í einstaka aðstæðum. Ef breytan væri með stórum staf, þarf s.s. samræmi þar sem hún er annars staðar notuð, en það samræmi þarf ekki í textastrengnum eins og sést með Fareinheit. Margir forritarar nota ensk breytuheiti (og fyrir nöfn á öðru, s.s. föllum), af gömlum vana, frá því að forritunarmál réðu ekki við séríslenska stafi, eða af góðum ástæðum vegna samvinnu (síðar gæti verið ráðinn erlendur forritari í íslenskt fyrirtæki, eða forrit gert opinbert öllum heiminum, "open source"). Hins vegar ráða nú mörg mál við svoleiðis stafi, eða jafnvel gríska (sem getur verið mjög gagnlegt sumu stærðfræðitengdu samhengi), kínverska, og sum jafnvel emoji (líka fyrir breytur, þar sem ekki ráðlagt, en gott er að hafa alla þessa möguleika í textastrengjum).

Forritunarmál eru almennt séð með lykilorðum á ensku, sbr. t.d. return hér að ofan (og select í SQL). Þau eru hins vegar talin í örfáum tugum í flestum málum, og enskukunnátta er því í raun ekki skilyrði til að læra forritun. Þó hefur t.d. verið gert eitt mál (sem vitað er um) sem byggir á íslensku, Fjölnir og nokkuð mörg (til samans) sem byggja á öðrum málum, sennilega fá fyrir hvert og eitt, til að mynda til byggt á arabísku (og þá skrifuð frá hægri til vinstri) og kínvesku.