Áramótaskaup 1970
Útlit
(Endurbeint frá Áramótaskaupið 1970)
Áramótaskaupið 1970 var í höndum Flosa Ólafssonar. Hann sá um sjónvarpshandrit og leikstjórn. Magnús Ingimarsson útsetti og stjórnaði tónlist og samdi að hluta. Auk Flosa komu fram: Þóra Friðriksdóttir, Ævar R. Kvaran, Jón Aðils, Bessi Bjarnason, Jón Júlíusson, Laddi, Þuríður Friðjónsdóttir, Anna Geirsdóttir o.fl.
Í Morgunblaðinu 31. desember. 1970 stendur:
- Áramótaskaupið er sett saman úr 40-50 atriðum og er hér um að ræða að nokkru annálsatriði líðandi árs auk þess sem sitthvað fleira er tekið fyrir. „Þetta er ýmis della úr öllum áttum“, sagði Flosi að Skaupið væri og aðallega alls kyns „píp“ sem honum hefur dottið í hug á árinu. Skaupið er tekið upp ýmist í upptökusal sjónvarpsins eða úti í bæ og sagði Flosi að óhemju mikil vinna lægi að baki. Aðspurður svaraði Flosi að sér þætti skopið býsna skemmtilegt, en hann sagði að ef til vill yrði hann einn um það.