Geithellnahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Álftafjarðarhreppur)
Geithellnahreppur á árunum 1941-1992
Geithellnahreppur til ársins 1940

Geithellnahreppur (áður Álftafjarðarhreppur) var hreppur í Suður-Múlasýslu sunnanverðri, kenndur við bæinn Geithellar við Álftafjörð.

Hreppurinn náði upphaflega yfir Álftafjörð og Hamarsfjörð allt að Búlandstindi, en 15. apríl 1940 var nyrsti hlutinn umhverfis kauptúnið Djúpavog gerður að sérstökum hreppi, Búlandshreppi.

Hinn 1. október 1992 sameinaðist Geithellnahreppur Búlandshreppi og Beruneshreppi undir nafninu Djúpavogshreppur.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.