Álftá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áfltá í Mýrasýslu er lítil bergvatnsá sem kemur að mestu úr Hraundal og fellur út í Faxaflóa. Álftá skilur að Hraunahrepp og Álftaneshrepp. Í henni er Laxveiði. Fimm bæir eru í nágrenni við Álftá og draga nafn af henni.

Sturlunga saga[breyta | breyta frumkóða]

Í Sturlunga sögu er sagt að frá því þegar Kolbeinn ungi veitti Þórði kakala eftirför vestur um Mýrar hafi Þórði orðið það helst til ráða að draga brú, sem þá var á Álftá, af henni til að tefja eftirförina.